Enski boltinn

Hetja Arsenal í gærkvöldi var ekki fæddur þegar Wenger tók við liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna Eddie Nketiah í gærkvöldi.
Leikmenn Arsenal fagna Eddie Nketiah í gærkvöldi. Vísir/Getty
Edward Nketiah kom inná sem varamaður hjá Arsenal, tryggði liðinu sigur og sæti í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og endurskrifaði söguna í leiðinni.

B-deildarlið Norwich komst í 1-0 með marki Josh Murphy á 34. mínútu og þannig var staðan þar til að Arsene Wenger skipti Edward Nketiah inná fyrir Reiss Nelson á 85. mínútu.

Edward Nketiah skoraði aðeins fimmtán sekúndum eftir að hann kom inná og tryggði Arsenal framlengingu. Hann skoraði síðan sigurmarkið á sjöttu mínútu í framlenginguni þegar hann skallaði inn hornspyrnu Mohamed Elneny.

Edward Nketiah er fæddur 30. maí 1999 og er því átján ára síðan í vor. Með því að skora í gærkvöldi skrifaði hann nýjan kafla í stjórasögu Arsene Wenger hjá Arsenal eins og sjá má hér fyrir neðan.







Arsene Wenger varð formlega knattspyrnustjóri Arsenal 1. október 1996 en hann kom þangað frá Japan þar sem að hann hafði stýrt liði Nagoya Grampus.

Edward Nketiah var aðeins búinn að spila einn annan leik fyrir Arsenal en hann kom inná á 89. mínútu í 4-2 sigri á BATE Borisov í Evrópudeildinni 28. september síðastliðinn.

 

Edward Nketiah er frá London. Hann byrjaði feril sinn hjá Chelsea en missti sæti sitt þegar hann var fjórtán ára. Það var árið 2015 og hann gekk þá til liðs við Arsenal. Hann hefur síðan þroskast og dafnað og spilað bæði fyrir 18 ára og 19 ára landslið Englands.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×