Fótbolti

Tap hjá guttunum í Búlgaríu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. mynd/ksí
Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu hóf í dag keppni í undankeppni EM 2018 er liðið sótti Búlgaríu heim.

Það var við ramman reip að draga hjá íslenska liðinu sem mátti sætta sig við tap, 1-2. Kolbeinn Finnsson skoraði mark íslenska liðsins úr vítaspyrnu á 89. mínútu.

Það er nóg að gera hjá íslenska liðinu því eftir þrjá daga spilar liðið við England og þrem dögum eftir það er leikur gegn Færeyjum. Efstu tvö liðin í þessum riðli fara áfram í milliriðil sem er spilaður næsta vor.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Aron Stefánsson (M)

Ástbjörn Þórðarson

Torfi T. Gunnarsson (fyrirliði)

Aron Kári Aðalsteinsson

Kolbeinn Finnsson

Atli Hrafn Andrason

Arnór Sigurðsson

Stefan Alexander Ljubicic

Guðmundur Andri Tryggvason

Ísak Atli Kristjánsson

Alex Þór Hauksson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×