Fótbolti

Valur og Horsens hafa náð saman um kaupverð á Orra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Orri Sigurður er væntanlega á förum af Hlíðarenda.
Orri Sigurður er væntanlega á förum af Hlíðarenda. vísir/andri
Það stendur fátt í vegi fyrir því að miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson verði orðinn leikmaður Horsens á næstunni.

Horsens hefur náð samkomulagi við Valsmenn um kaupverð á Orra. Vísir sagði frá því fyrir um viku síðan að danska liðið væri búið að gera tilboð í leikmanninn og því tilboði hefur nú verið tekið.

Orri mun svo spila æfingaleik með Horsens gegn Union Berlin á fimmtudag. Eftir hann verður endanleg ákvörðun tekin um hvort hann fari til liðsins eður ei.

„Hann er ekkert hér til reynslu. Við höfum fylgst með honum lengi og vitum hvað hann getur. Þetta snýst meira um að báðir aðilar hittist, prófi að vinna saman og sjái svo til hvort að tilfinningin fyrir þessum skiptum sé ekki rétt,“ segir Íslandsvinurinn Bo Henriksen, þjálfari Horsens, við Horsens Folkeblad.

Hinn 22 ára gamli Orri Sigurður þekkir vel til danska boltans eftir að hafa verið i herbúðum AGF á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×