Enski boltinn

Wenger: Dómararnir verða lélegri á hverju ári

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger var ekki sáttur með Michael Oliver dómara eftir tap sinna manna í Arsenal gegn Manchester City.

„Mér fannst þetta ekki vera víti. Við vitum að Raheem Sterling dýfir sér mjög vel. Og þriðja markið var rangstaða. Ég er mjög ósáttur því í stöðunni 2-1 vorum við inni í leiknum,“ sagði Wenger í viðtali eftir leik.

„Þriðja markið drap leikinn og svona mistök lenda alltaf með heimaliðinu, við vitum það alveg.“

Sergio Aguero kom City í 2-0 eftir vítaspyrnu sem Sterling fiskaði á 50. mínútu. Alexandre Lacazette kom Arsenal aftur inn í leikinn á 65. mínútu en Gabriel Jesus tryggði City sigurinn á þeirri 74.

„Dómararnir leggja sig ekki nógu mikið fram. Gæðin minnka á hverju tímabili.“

„Ég er mjög vonsvikinn. Þú getur sætt þig við að City vinni á eðlilegan máta, þeir eru með gott lið, en þetta er óásættanlegt,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×