Fótbolti

Tryggvi Hrafn skoraði í sigri Halmstad

Dagur Lárusson skrifar
Tryggvi Hrafn Haraldsson í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Hrafn Haraldsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í sænska fótboltanum í dag og þar á meðal Tryggvi Hrafn Haraldsson sem skoraði í sigri Halmstad á Hammarby.

Birkir Már Sævarsson var í liði Hammarby á meðan Höskuldur Gunnlaugsson var í byrjunarliði Halmstad. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom inná eftir 38. mínútur og skoraði þriðja markið í 3-1 sigri Halmstad. Eftir leikinn er Halmstad með 24 stig í 15.sæti deildarinnar á meðan Hammarby er í 9.sæti með 38 stig.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Norköpping gegn Elfsborg en sá leikur var æsispennandi.

Það var jafnræði með liðunum framan að leik og var staðan 1-1 í hálfleik og allt fram að 72. mínútu en þá komust gestirnir yfir.

Sú forysta dugði þó stutt þar sem Elfsborg skoruðu tvö mörk á stuttu millibili og allt virtist stefna í sigur Elfsborg.

Norköpping neituðu hinsvegar að gefast upp og jöfnuðu metin á 87. mínútu með marki frá David Moberg Karlsson.

Eftir leikinn eru Norköpping með 48 stig í 6.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×