Enski boltinn

Klopp: Mané er algjör vél

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp eftir leikinn í gær
Jurgen Klopp eftir leikinn í gær Vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum ánægður eftir 4-1 sigur sinna manna gegn West Ham í gær en þessi leikur var fyrsti leikur Sadio Mané í liði Liverpool í nokkrar vikur.

Jurgen Klopp sagði á fréttamannafundi á föstudaginn að Mané gæti spilað 20-25 mínútur í leiknum og því kom það öllum á óvart þegar bryjunarliðið var tilkynnt og Sadio Mané var þar.

„Ég ákvað eftir aðeins eina æfingu að setja Mané í byrjunarliðið. Ég hef aldrei gert neitt svona áður, en þetta var augljóslega ekki slæm hugmynd hjá mér því Sadio er náttúrlega hraustur leikmaður og algjör vél.“

„Fyrsta markið kom eftir frábæra skyndisókn, annað markið kom eftir hornspyrnu og því annað markið í þessari viku eftir fast leikatriði. Við höfum séð það áður, en yfirleitt frá hinu liðinu.“

„Stundum eru leikir ekki svona. Fyrir tveimur vikum á Wembley þá leið mér allt öðruvísi en við höfum brugðist vel við því tapi. Við vildum bregðast vel við því tapi og við höfum gert það vel.“

Sigurinn í gær var þriðji sigur Liverpool í röð í öllum keppnum og náði liðið að nálgast liðin í efstu sætunum á nýjan leik, en þau spila öll í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×