Enski boltinn

Öll toppliðin spila í dag │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er sannkallaður ofur sunnudagur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar ellefta umferðin klárast.

Dagurinn hefst á leik Tottenham og Crystal Palace á Wembley. Tottenham hefur verið á flugi undan farið og er í þriðja sæti deildarinnar. Palace er hins vegar á botni deildarinnar og hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum.

Topplið Manchester City fær skytturnar í Arsenal í heimsókn á Emirates klukkan 14:15. City hefur enn ekki tapað leik í deildinni og er með markatöluna 35-6. Arsenal situr í fimmta sætinu, einu stigi á eftir Tottenham.

Nágrannarnir í Manchester United fara suður til Lundúna og mæta Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea er jafnt Arsenal að stigum í fjórða sæti. United er í öðru sætinu, fimm stigum á eftir City.

Á sama tíma fær Everton Watford í heimsókn. Forvitnilegt verður að sjá hvort Gylfi Þór Sigurðsson fái sæti í liði Everton, en hann virðist ekki í miklum metum hjá bráðabirgðastjóra liðsins, David Unsworth.

Allir leikir dagisins, að undanskildum leik Everton og Watford, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og að þeim loknum verður umferðin krafin til mergjar í Messunni sem hefst klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×