Fótbolti

Gunnhildur Yrsa spilaði allan leikinn í tapi Valerenga

Dagur Lárusson skrifar
Gunnhildur Yrsa í leik með Íslandi
Gunnhildur Yrsa í leik með Íslandi
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn í liði Valerenga í tapi gegn LSK Kvinner en leikurinn var að klárast rétt í þessu.

Það voru stelpurnar í Valerenga sem náðu forystunni strax á 3. mínútu en LSK Kvinner jöfnuðu metin á 26. mínútu.

Staðan var 1-1 allt þar til á 70. mínútu en þá fór mörkunum að rigna inn. LSK Kvinner skoruðu fjögur mörk á aðeins tólf mínútna kafla og kláruðu leikinn.

Valerenga náðu þó að klóra í bakkann á 85. mínútu og gerðu stöðuna 5-2 en það dugði þó ekki til og því fengu LSK Kvinner stigin þrjú.

Eftir leikinn er LSK með 59 stig í 1.sæti deildarinnar á meðan Valernga er í 7.sæti með 34 stig.

Tengdar fréttir

Gunnhildur Yrsa skoraði fyrir Vålerenga

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði fyrsta mark Valerenga í 2-2 jafntefli gegn Trondheims-Ørn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×