Fótbolti

Markvörður Benevento skoraði gegn AC Milan

Dagur Lárusson skrifar
Brignoli fagnar.
Brignoli fagnar. vísir/getty
AC Milan og Benevento mættust í ítölsku deildinni í knattspyrnu í dag en heldur betur ótrúlegur atburður átti sér stað í leiknum.

AC Milan voru sterkari aðilinn framan af leik og komust yfir á 38. mínútu með marki frá Bonaventura. Í byrjun seinni hálfleiksins jöfnuðu heimamenn í Benevento og var þar að verki George Puscas.

Nikola Kalinic kom AC Milan yfir á nýjan leik á 57. mínútu og eftir það stefndi allt í sigur AC Milan en þá gerðist ótrúlegur atburður.

Benevento fékk aukaspyrnu í uppbótartíma og allir leikmenn Benevento fóru inn í teig og þar á meðal markvörðurinn Alberto Brignoli öllum að óvörum stangaði hann boltann í netið og jafntaði metin fyrir Benevento.

Skiljanlega var þetta fyrsta mark Brignoli á ferlinum og var þýddu þessi úrslit einnig að Benevento fékk sitt fyrsta stig í deildinni í vetur.

 

Myndband af markinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×