Enski boltinn

Redknapp: Framfarir Sterling eru ótrúlegar

Dagur Lárusson skrifar
Sterling skorar sigurmarkið í vikunni.
Sterling skorar sigurmarkið í vikunni. vísir/getty
Jamie Redknapp, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi hjá Sky Sports, segir að Raheem Sterling hafi bætt sig gífurlega eftir að Pep Guardiola tók við Manchester City og ástæðan séu æfingar hans.

Raheem Sterling kom til City árið 2015 eftir að hafa beðið um sölu frá Liverpool en á fyrsta tímabili hans með City olli hann vonbrigðum að margra mati.

„Sterling hefur að sjálfsögðu stolið fyrirsögnunum á þessu tímabili og þó svo að markið hans gegn Huddersfield hafa verið heppnismark þá var sigurmarkið hans gegn Southampton algjörlega frábært og sýnir að hann er orðinn einn af þeim leikmönnum í liðinu sem aðrir leita til þegar liðið er í vandræðum.“

„Hann hefur staðið sig frábærlega upp á síðkastið en framfarir hans undir Pep eru búnar að vera ótrúlegar. Hann er núna að sýna þá hæfileika sem hann sýndi hjá Liverpool. Hreyfingar hans er mjög góðar og hann er að skora mjög flott mörk, 13 mörk talsins í öllum keppnum.“

Sterling verður í eldlínunni fyrir City er liðið mætir West Ham á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×