Fótbolti

Króatía með skemmtilega kveðju til Íslands á Twitter

Dagur Lárusson skrifar
Brasilíumaðurinn Cafu dróg Ísland í D-riðil.
Brasilíumaðurinn Cafu dróg Ísland í D-riðil. vísir/getty
Eins og vitað er fór drátturinn fyrir riðlakeppni heimsmeistaramótsins árið 2018 fram í Rússlandi í gær.

Íslands drógst þar í riðil með Argentínu, Nígeríu og liði sem Íslendingar ættu að þekkja nokkuð vel núna, Króatíu.

Ísland mætti Króatíu í umspili fyrir laust sæti á HM 2014 þar sem Króatar rétt mörðu Íslendinga og tryggðu sér sæti í lokakeppninni. Liðin tvo voru svo dregin saman í undanriðill fyrir heimsmeistaramótið árið 2018 þar sem Ísland náði fram hefndum með því að vinna riðilinn og sendu um leið Króatíu í umspil.

Liðin þekkja því nokkuð vel til hvors annars og kom því króatíska knattspyrnusambandið með skemmtilega kveðju til Íslands á Twitter í morgun.

Kveðjuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Rómantískt að fá Argentínu

Fyrsti leikur Íslands á HM verður á móti Lionel Messi og félögum í Moskvu 16. júní. Leiðir Íslendinga og Króata liggja saman enn á ný og þá mæta íslensku strákarnir fyrrverandi Afríkumeistaraliði Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×