Erlent

Maður sem henti sýru yfir næturklúbbsgesti dæmdur í fangelsi

Kjartan Kjartansson skrifar
Arthur Collins verður á fimmtugsaldri þegar hann losnar úr fangelsi að öðru óbreyttu.
Arthur Collins verður á fimmtugsaldri þegar hann losnar úr fangelsi að öðru óbreyttu. Vísir/AFP
Breskur maður sem kastaði sýru yfir gesti á fjölmennum næturklúbbi í London hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Á þriðja tug manns særðust en maðurinn neitar því að hann hafi vitað að efnið sem hann kastaði hafi verið sýra.

Atvikið átti sér stað á Mangle E8-næturklúbbnum í Dalston-hverfi London 17. apríl. Arthur Collins, sem er tuttugu og fimm ára gamall, bar því við að hann hefði talið að nauðgunarlyf væri í vökvanum sem hann viðurkenndi að hafa kastað yfir gestina.

Dómarinn í málinu sagði að Collins væri „fær lygari“ sem hefði ekki sýnt minnsta vott um iðrun, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Collins hefur meðal annars verið þekktur fyrir að vera fyrrverandi kærasti raunveruleikaþáttastjörnunnar Ferne McCann. Alls var hann dæmdur í tuttugu og fimm ára fangelsi en fimm ár eru skilorðsbundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×