Erlent

Fljúgandi furðuhlutur sló flugmenn út af laginu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þotuflugmennirnir eiga vart orð yfir það sem fyrir augu bar.
Þotuflugmennirnir eiga vart orð yfir það sem fyrir augu bar. Skjáskot
Myndskeið frá árinu 2004, þar sem heyra má þotuflugmenn ræða það sem virðist vera fljúgandi furðuhlutur, hefur vakið ómælda athygli eftir að það skaut upp kollinum í gær.

Hér að neðan má sjá brot úr myndskeiðinu sem breska ríkisútvarpið birti á vef sínum í gærkvöldi.

Í því má heyra þotuflugmenn Bandaríkjahers ræða sín á milli um hlutinn sem þeir segja að ferðist á miklum hraða og á móti vindi. Undir lok myndskeiðsins sést hluturinn svo snúast. Myndskeiðið var rannsakað af bandaríska varnarmálaráðuneytinu á sínum tíma en ekki er vitað hvort borin hafi verið kennsl á það.

Varnarmálaráðuneytið rannsakaði frásagnir af fljúgandi furðuhlutum á árunum 2007 til 2012. Um 20 milljónum dala var varið í verkefnið. New York Times hefur undir höndum gögn sem tengjast verkefninu þar sem undarlegum flugförum var lýst.

Hvatamaður verkefnisins var þingmaðurinn fyrrverandi Harry Reid en hann hefur lengi verið áhugamaður um framandi líf. Ekki er vitað til þess að verkefnið hafi skilað árangri, enda er margir þættir þess enn stimplaðir sem hernaðarleyndarmál




Fleiri fréttir

Sjá meira


×