Innlent

Björgunarsveitir boðaðar út vegna manns í vanda hjá Hofsjökli

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Það gæti þurft að leita að manninum.
Það gæti þurft að leita að manninum. Vísir/Vilhelm
Rétt fyrir klukkan sex í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi boðaðar út vegna manns sem er í vanda austur af Hofsjökli. 

Maðurinn var á göngu yfir hálendið og óskaði sjálfur eftir aðstoð. Fyrstu hópar björgunarsveitarfólks eru lagðir af stað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig boðuð út í aðgerðina og eru fleiri hópar frá björgunarsveitum að leggja af stað á svæðið á snjósleðum og með snjóbíl.

Maðurinn er í talsverði hæð en hefur komið sér fyrir og bíður átekta. Talið er að staðsetning hans sé vituð en það er óstaðfest og gæti því þurft að leita að honum. Mikið frost hefur verið á svæðinu undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×