Erlent

Vegfarendur á Oxford-stræti töldu sig heyra skothvelli

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögreglan segir engin merki hafa fundist um að hleypt hafi verið úr byssu.
Lögreglan segir engin merki hafa fundist um að hleypt hafi verið úr byssu. Vísir/AFP
Vopnuð lögregla var kölluð út á Oxford-stræti í Lundúnum í kvöld þegar vegfarendur töldu sig hafa heyrt skothvelli. Talsverð skelfing greip um sig en ein kona slasaðist í troðningnum sem skapaðist og stór búðargluggi brotnaði þegar viðskiptavinir Hou­se of Fraser-versl­unarinnar hlupu út. The Guardian greinir frá.

Lögreglan segir að engin ummerki hafi fundist um að hleypt hafi verið úr byssu. Mánuður er síðan viðskiptavinir flúðu Oxford-Circus eftir að hafa talið sig heyrt skothvelli en líkt og í kvöld fann lögreglan engin merki um slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×