Erlent

Forsætisráðherrann segir árásina einangrað tilfelli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn ók eftir fjölfarinni götu í miðborg Melbourne.
Maðurinn ók eftir fjölfarinni götu í miðborg Melbourne. Vísir/EPA
Ekki er talið að maður sem ók bifreið sinni á gangandi vegfarendur í áströlsku borginni Melbourne í gær hafi nokkur tengsl við alþjóðleg hryðjuverkasamtök. Forsætisráðherra landsins, Malcolm Turnbull, segir að þó svo að árásin hafi verið „hræðilegur glæpur“ sé um „einangrað tilfelli“ að ræða.

Að minnsta kosti 19 eru slasaðir en ökumaðurinn bílsins keyrði á vegfarendur við Flinders Street sem er fjölfarin gata í miðborg Melbourne.

Sjá einnig: Ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Melbourne

Ástralska lögreglan segir manninn eiga við geðræn vandamál að stríða og að hann hafi misnotað vímuefni. Hann hafi þó ekki haft nein tengsl við glæpasamtök.

Maðurinn er ástralskur ríkisborgari af afgönskum uppruna. Lögreglan segir ástæðu árásarinnar vera upplifun mannsins af þeim fordómum sem múslimar verði fyrir í Ástrlíu.

Rannsókn málsins heldur áfram. Hið minnsta 9 erlendir ferðamenn voru meðal hinna særðu. Þá slasaðist jafnframt eitt barn en á vef breska ríkisútvarpsins er líðan þess sögð stöðug.

Annar maður var handtekinn á vettvangi árásarinnar en sá var að taka upp á síma sinn og var með þrjá hnífa í fórum sínum. Hann er ekki sagður tengjast ökumanni bílsins né árásinni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×