Erlent

Tólf létu lífið þegar rúta valt í Mexíkó

Atli Ísleifsson skrifar
Fólkið sem lést var frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Brasilíu og Svíþjóð.
Fólkið sem lést var frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Brasilíu og Svíþjóð. Vísir/EPA
Að minnsta kosti tólf eru látnir og átján slasaðir eftir að rúta full af ferðamönnum valt á þjóðvegi í Mexíkó.

Fólkið, sem hafði heimsótt Mexíkó með skemmtiferðaskipi á vegum Royal Caribbean skipafyrirtækisins, var á leið að skoða rústir Maya siðmenningarinnar þegar rútan valt milli Mahahual og Cafetal í fylkinu Quintana Roo. 31 var um borð í rútunni.

Fólkið var frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Brasilíu og Svíþjóð, að því er talsmenn rútufyrirtækisins segja.

Rútuslys eru algeng í Mexíkó þar sem fólk ferðast oft í yfirfullum bílum um miðja nótt á lélegum háfjallavegum. Í þessu tilviki var þó um að ræða vel búna rútu og varð slysið við bestu aðstæður um miðjan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×