Erlent

Senda rútur á eftir kúnnunum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norðmenn ferðast langar leiðir til að kaupa kjöt í Svíþjóð.
Norðmenn ferðast langar leiðir til að kaupa kjöt í Svíþjóð. vísir/getty
Kaupmenn í Svíþjóð við landamæri Noregs senda rútur til nágrannalandsins eftir norskum viðskiptavinum. Samkvæmt norskum tollayfirvöldum freistast margir Norðmenn til að koma með of mikið af kjöti heim en það er einkum sú vara sem freistar þeirra. Sænska ríkisútvarpið hefur það eftir Norðmanni að kílóið af rifjasteik, sem gjarnan er á borðum Norðmanna um jólin, kosti um 200 norskar krónur í Noregi. Í Svíþjóð sé kílóið á 29 krónur.

Tugir sænskra langferðabifreiða sækja Norðmenn í hverri viku til að þeir geti verslað í Svíþjóð. Norðmenn mega taka með sér 10 kg af kjöti yfir landamærin. Þeir kaupa hins vegar oft miklu meira og dæmi eru um að norski tollurinn hafi lagt hald á eitt tonn af kjöti í einni rútunni.

Sjálfir fara Svíar með langferðabifreiðum til Þýskalands til að kaupa ódýrt áfengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×