Innlent

Höfnuðu hækkun barnabóta

Sveinn Arnarsson skrifar
Ríkisstjórnarflokkarnir felldu þá tillögu en nú skerðast barnabætur hjá einstaklingum sem hafa yfir 242 þúsund krónur í laun á mánuði.
Ríkisstjórnarflokkarnir felldu þá tillögu en nú skerðast barnabætur hjá einstaklingum sem hafa yfir 242 þúsund krónur í laun á mánuði.
Atkvæðagreiðsla um breytingu á lögum vegna fjárlaga fór fram í gær. Stjórnarandstaðan lagði til að barnabætur yrðu greiddar óskertar til einstaklinga undir lágmarkslaunum. Ríkisstjórnarflokkarnir felldu þá tillögu en nú skerðast barnabætur hjá einstaklingum sem hafa yfir 242 þúsund krónur í laun á mánuði.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð var beðin um að standa undir nafni sem velferðarflokkur á þingi í gær við atkvæðagreiðsluna. Sögðu stjórnarandstöðuþingmenn tillöguna hófstillta og að fólk undir lágmarkslaunum ætti að fá óskertar bætur.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, reyndi að slá á áhyggjur stjórnarandstöðunnar og sagði barnabætur hækka um tíund árið 2018.

„Það hafa orðið talsvert miklar launahækkanir á undanförnum árum og það á líka við um árið 2017. Það hefur leitt til þess að þær fjárhæðir sem við áætluðum að myndu ganga út í barnabætur á árinu 2017 hafa ekki allar gengið út,“ sagði Bjarni.

„Enn á ný eiga fátækustu barnafjölskyldur þessa lands að bera byrðarnar, bera ábyrgð á hinum efnahagslega stöðugleika. Það er alveg augljóst að Vinstri græn voru ekki kosin á þing til að segja nei við hækkun barnabóta,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Athygli vakti við atkvæðagreiðslu um þessa breytingatillögu að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, var fjarverandi þrátt fyrir að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslum um hinar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar og um frumvarpið í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×