Lífið

Fimm milljónum úthlutað úr samfélagssjóði Color Run og Alvogen

Atli Ísleifsson skrifar
Litadýrðin er mikil í The Color Run.
Litadýrðin er mikil í The Color Run.
Fimm milljónum króna var úthlutað á dögunum úr samfélagssjóði Color Run og Alvogen til fjögurra félaga sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Félögin sem hlutu styrki í ár eru Barnaheill, Vímulaus æska, Vinakot og Hetjurnar.

Í tilkynningu frá Color Run segir að sjóðurinn hafi nú alls úthlutað sextán milljónum króna frá því að fyrsta litahlaupið fór fram hér á landi árið 2015. Áður hafa UNICEF, Rauði krossinn, Íþróttasamband fatlaðra og Reykjadalur hlotið styrki úr sjóðnum.

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segist stoltur af sjóðnum og þeim verkefnum sem hafa verið styrkt síðustu þrjú ár.

„Líkt og á undanförnum árum þá verða fyrir valinu félög sem vinna gagngert að því að bæta velferð barna og hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hingað til höfum við ávallt valið félög sem starfa á landsvísu og svo er einnig með þrjú félaganna í ár en okkur er sérstök ánægja að styrkja Hetjurnar á þessu sinni og það er í fyrsta sinn sem fyrir valinu er svæðisbundið félag. Hetjurnar er félag langveikra barna á Norðurlandi og við vildum einmitt leggja sérstaklega til samfélagsins fyrir norðan þar sem að við verðum með hlaup á Akureyri í ár,” segir Davíð Lúther.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×