Erlent

Tuttugu pyntaðir og síðan myrtir við helgidóm í Pakistan

Anton Egilsson skrifar
Lík flutt af sjúkraliðum fyrir utan helgidóminn í morgun.
Lík flutt af sjúkraliðum fyrir utan helgidóminn í morgun. Vísir/AFP
Menn vopnaðir kylf­um og hníf­um pyntuðu og drápu tuttugu einstaklinga við helgidóm í Punjab héraði í Pakistan í morgun. Þar að auki eru fjórir særðir. Reuters greinir frá þessu.

Þrír aðilar hafa verið handteknir vegna málsins en einn þeirra er gæslumaður byggingarinnar. Að sögn eins eftirlifanda árásarinnar á hann að hafa gefið viðstöddum í helgidómnum eitraðan mat.

Hefur hann játað aðild sína að málinu en segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða þar sem hann óttaðist að fólkið myndi drepa sig.

„Hann sagði lögreglunni að hann hafi drepið fólkið vegna þess að þau hafi reynt að eitra fyrir honum áður og að þau væri komin til að reyna það aftur,” sagði Zulfiqar Hameed, lögreglustjóri á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×