Erlent

Átján slösuðust þegar brenna sprakk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um töluvert mikla sprengingu var að ræða.
Um töluvert mikla sprengingu var að ræða. Vísir
Minnst átján slösuðust eftir að brenna sprakk á hátíð í Norður-Frakklandi í gær. BBC greinir frá.

Hátíðin var haldin í bænum Villepinte, skammt frá París. Kveikja átti á brennu á hátíðinni en ekki vildi betur til en svo að brennan hreinlega sprakk þegar kveikja átti upp í henni.

Kona og barn hennar liggja þungt haldin á spítala eftir sprenginguna en bæjarstjóri bæjarins var einn af þeim sem slösuðust.

Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan var um heilmikla sprengingu að ræða en lögregla telur að rekja megi sprenginguna til bensínsins sem notað var til þess að kveikja upp í brennunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×