Erlent

Læknar myrtir á hrottafenginn hátt í lúxusíbúð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Læknarnir voru trúlofaðir.
Læknarnir voru trúlofaðir. Vísir
Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Boston grunaður um að hafa myrt tvo lækna í lúxúsíbúð þar í borg. Læknarnir voru trúlofaðir og fundust lík þeirra bundin saman og höfðu þau verið skorin á háls.

Maðurinn var handtekinn í íbúð læknanna eftir að lögregla fékk ábendingu um að vopnaður maður hafði sést í íbúðablokkinni. Hann skiptist á skotum við lögreglu sem náði að handsama hann.

Við leit í íbúðinni fann lögregla lík læknanna, Richard Field og Lina Bolanos. Samkvæmt heimildum Boston Globe fann lögregla einhvers konar skilaboð skrifuð á vegg í íbúðinni og er talið að maðurinn hafi þekkt læknana tvo.

Ströng öryggisgæsla er í blokkinni og því talið ólíklegt að maðurinn hafi komist inn í íbúðina án þess að þekkja til íbúa hennar. Field er sagður hafa sent vini sínum skilaboð í von um að hjálp myndi berast.

Maðurinn sem var handtekinn hafði nýlosnað úr fangelsi eftir að hafa afplánað níu mánaða dóm vegna bankráns. Líklegt er að hann verði ákærður fyrir morðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×