Erlent

Faldi mikið magn fíkniefna í innyflum kinda

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin sýnir starfsmann kjötvinnslu. Hann er ekki sá sem bíður nú dóms í Dubai.
Myndin sýnir starfsmann kjötvinnslu. Hann er ekki sá sem bíður nú dóms í Dubai.
Réttarhöld hófust í vikunni í Dubai yfir karlmanni sem gómaður var við þá iðju að smygla 5,7 milljón amfetamíntöflum til landsins. Maðurinn faldi efnin í innyflum úr kindum.

Maðurinn, en þjóðerni hans eða aldurs er ekki getið, var gripinn glóðvolgur í apríl. Hann kom með efnin í höfn í borginni og lenti í skoðun hjá tollvörðum. Tjáði hann þeim að hann væri að flytja inn innmat en þeim sýndist hann hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Það reyndist rétt.

Þrjóturinn var afar hissa þegar lyfin komu í ljós. Síðar tjáði hann lögreglumönnum að hann hefði fallist á að flytja efnin fyrir bróður sinn.

Hafnir Dubai eru vinsæll viðkomustaður fíkniefnasmyglara. Endanlegur áfangastaður efnanna er hins vegar yfirleitt Sádi-Arabía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×