Erlent

Í tíu ára fangelsi fyrir upplognar nauðganir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jemma Beale átti það til að segja ósatt um kynferðislegt ofbeldi.
Jemma Beale átti það til að segja ósatt um kynferðislegt ofbeldi. mynd/lögreglan í bretlandi
25 ára bresk kona, Jemma Beale, var í gær dæmd í tíu ára fangelsi fyrir ítrekaðar rangar sakargiftir. Konan hélt því fram að sér hefði verið nauðgað níu sinnum og sex sinnum orðið fyrir annars konar kynferðislegu ofbeldi. Í eitt skiptið var maður dæmdur í sjö ára fangelsi vegna vitnisburðar hennar. BBC greinir frá.

„Þessi réttarhöld hafa leitt í ljós að þú ert mjög sannfærandi lygari og að þú nýtur þess að vera í hlutverki fórnarlambs,“ sagði dómari áður en hann kvað upp dóm. Þá fordæmdi hann háttalag hennar og sagði að konur eins og hún ykju líkurnar á því að sekir nauðgarar kæmust hjá refsingu.

Konan hafði meðal annars skáldað sögu um að sér hefði verið nauðgað af hópi manna. Til að gera framburð sinn trúverðugri veitti hún sér sjálf áverka áður en hún fór til lögreglu.

Málið var alls rannsakað í 6.400 klukkustundir og kostaði rekstur málsins yfir 300 þúsund pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×