Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Mannekla á leikskólum skapar mikla óvissu og foreldrar barna sem bíða eftir plássi eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. Við ræðum við foreldra í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá fjöllum við um umferð í Hvalfjarðargöngum sem komin er yfir öryggismörk, ræðum við kynsegin fólk sem segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins og skellum okkur á heimsmeistaramótið í jójó.

Loks verðum við í beinni útsendingu frá Óhófi, þar sem endurlífgaðar bruschettur og mysuvodki úr illseljanlegum og útlitsgölluðum vörum eru meðal kræsinga sem eiga að vekja athygli á matarsóun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×