Innlent

Fleyttu kertum á tjörninni í 33. skipti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá athöfninni við Reykjavíkurtjörn í gær.
Frá athöfninni við Reykjavíkurtjörn í gær. Vísir/Egill Aðalsteinsson
72 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á borgirnar Hírósíma og Nagasaki í Japan. Sem fyrr stóð samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn af því tilefni. Viðburðurinn var haldinn í 33. sinn.

Halla Gunnarsdóttir stjórnmálafræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur fluttu erindi á samkomunni. Var meðal annars komið inn á eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir í heiminum í dag.

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa hótað að skjóta eldflaugum að herstöðvum Bandaríkjanna í Guam. Donald Trump hefur sagt að hótununum yrði mætt með „eldi og heift.“

Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður hjá Stöð 2, tók meðfylgjandi myndir við Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi.

 

Kyrrlát og falleg stund.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Talið er að á þriðja hundrað þúsund manns hafi látist eða slasast í sprengjunum fyrir 72 árum.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Tjörnin var falleg í gærkvöldi.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Fríkirkjan og Hallgrímskirkja fallegar í rökkrinu.vísir/egill aðalsteinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×