Fótbolti

Markvörðurinn handtekinn í miðri úrslitakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyler Deric.
Tyler Deric. Vísir/Getty
Houston Dynamo fótboltaliðið varð fyrir áfalli í miðri úrslitakeppni MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum þegar markvörður liðsins var handtekinn. Hann hefur nú verið settur í ótímabundið leikbann.

Tyler Deric, markvörður Houston Dynamo, var handtekinn fyrir heimilisofbeldi og degi síðar var MLS-deildin búin að setja hann í bann.  MLS-deildin sagði frá þessu á heimasíðu sinni.

Hinn 29 ára gamli markvörður var handtekinn fyrir að skalla kærustu sína og hann er ekki aðeins á leið í réttarsal heldur er hann einnig búinn að enda tímabilið sitt.

Houston Dynamo sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem kemur fram að menn þar á bæ ætli að vinna með yfirvöldum til að komast að sannleikanum og að hjá félaginu séu svona mál tekin mjög alvarlega. Félagið styður ennfremur þá ákvörðun MLS-deildarinnar að setja leikmanninn í ótímabundið bann.





Tyler Deric spilaði 26 leiki með Houston Dynamo en þetta er níunda tímabilið hans með félaginu. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í október.

Tyler Deric hélt hreinu í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Portland Timbers en nú þarf Houston Dynamo að treysta á varamarkvörðinn sinn í þessum mikilvæga leik í úrslitakeppninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×