Innlent

Jeppinn kominn niður af Esjunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ökumaðurinn og félagar hans halda niður Esjuna eftir að þeir festu bílinn á laugardaginn.Skemmdirnar á gróðrinum eru vel sýnilegar.
Ökumaðurinn og félagar hans halda niður Esjuna eftir að þeir festu bílinn á laugardaginn.Skemmdirnar á gróðrinum eru vel sýnilegar. Leifur Hákonarson
Jeppinn sem setið hefur fastur á Esjunni síðan á laugardag hefur nú verið fjarlægður úr fjallshlíðinni. Hann var dreginn þaðan á níunda tímanum í kvöld, samkvæmt frétt á vef Mbl.

Eigandinn fór sjálfur á staðinn með mannskap á öflugu ökutæki og þannig var losað um bílinn. Þegar niður var komið var jeppinn færður upp á dráttarbíl og fluttur á brott.

Eigandinn gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins.

Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×