Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Útgerðarmaður segist hafa sleppt um hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu, en fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar könnum við líka dularfull byrgi á Snæfellsnesi og verðum í beinni útsendingu frá undirbúningi tónleika Red Hot Chili Peppers, sem fram fara í Laugardalshöll í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×