Innlent

Litakóði flugs vegna Kötlu breytt í grænan

Atli Ísleifsson skrifar
Litakóðinn var færður í gulan þann 29. júlí síðastliðinn.
Litakóðinn var færður í gulan þann 29. júlí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm
Litakóða flugs vegna Kötlu hefur verið færður aftur í grænan. Litakóðinn var færður í gulan þann 29. júlí síðastliðinn, vegna jökulhlaups í Múlakvísl en nú er sá atburður talinn afstaðinn.

Á vef Veðurstofunnar segir að rafleiðni hafi lækkað og sé við eðlileg mörk. Fólk sé hins vegar hvatt til þess að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.

„Litakóða fyrir flug í nágrenni Kötlu var breytt í gult aðfararnótt 29. júlí vegna skjálfavirkni sem tengdist jökulhlaupnu í Múlakvísl. Hlaupinu er lokið og jarðskjálftavirkni á svæðinu telst vera innan eðlilegra marka.

Farið var yfir málið á samráðsfundi síðdegis mánudaginn 31. júlí og tekin ákvörðun um að færa litakóðann aftur í grænt. Atburðurinn er talinn afstaðinn,“ segir á síðunni.


Tengdar fréttir

Hlaupið svo gott sem búið

Jökulhlaupið í Múlakvísl er svo til búið að sögn sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Rafleiðni í ánni er að nálgast eðlilegt horf og rólegt hefur verið í Mýrdalsjökli en færri en tíu jarðskjálftar hafa mælst undir Kötluöskjunni frá því í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×