Innlent

Tveir handteknir vegna ránsins í Pétursbúð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vopnað rán var framið í Pétursbúð við Hverfisgötu í gær. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins.
Vopnað rán var framið í Pétursbúð við Hverfisgötu í gær. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins. Vísir/Jói K.
Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við vopnað rán sem framið var í Pétursbúð í gær. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu.

Ránið var framið um sexleytið í gær í versluninni Pétursbúð en tveir menn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna málsins nú á ellefta tímanum í morgun. Þeir eru taldir hafa beitt einhvers konar barefli við ránið.

Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir mennina hafa áður komið við sögu lögreglu. Þeir verða fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu en Guðmundur Páll býst við því að málið verði upplýst í dag.

Ræningjarnir komust undan með peninga og sígarettur þó ekki sé vitað hversu háa upphæð þeir höfðu á brott með sér. Þá var unnið upp úr myndefni frá öryggismyndavél verslunarinnar en lögregla segir afgreiðslustúlkuna hafa brugðist hárrétt við aðstæðum.

Rétt rúm þrjú ár eru síðan vopnað rán var framið í Pétursbúð. Þá voru ræningjarnir handteknir síðar um kvöldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×