Innlent

Verðmerkingum ábótavant í íslenskum bakaríum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að því er fram kemur í frétt á vef Neytendastofu voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í 22 bakaríum.
Að því er fram kemur í frétt á vef Neytendastofu voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í 22 bakaríum. vísir/getty
Í júní síðastliðnum gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga í 39 bakaríum á höfuðborgarsvæðinum en athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum og öðrum hillum sem voru til staðar.

Að því er fram kemur í frétt á vef Neytendastofu voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í 22 bakaríum.

Sérstaklega var tekið eftir að vörur sem voru á afgreiðsluborði eða stökum borðum í versluninni voru oft óverðmerktar og þá var ástand á verðmerkingum í kælum mjög oft ábótavant.

Síðast var farið í verðmerkingaeftirlit í bakaríum árið 2015 og segir á vef Neytendastofu að svo virðist þörf á að framkvæma það oftar til þess að verðmerkingar séu viðunandi.

Þá hvetur Neytendastofa neytendur til að halda áfram að senda inn ábendingar í gegnum heimasíðu stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×