Erlent

Færeyingar loksins orðnir 50 þúsund talsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Færeyingar geta glaðst þessa dagana yfir að hafa náð langþráðu takmarki.
Færeyingar geta glaðst þessa dagana yfir að hafa náð langþráðu takmarki. vísir/getty
Frændur okkar í Færeyjum hafa náð langþráðu takmarki í íbúafjölda; þeir eru orðnir alls 50 þúsund talsins. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, fór á fæðingardeildina í dag með blómvönd í tilefni þessa en fyrr í dag greindi hagstofan í Færeyjum frá því að þann 1. apríl síðastliðinn hafi Færeyingar verið alls 50.030.

Búið var að reikna út að Færeyingar myndu ná þessum íbúafjölda í mars eða apríl á þessu ári. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar var mikil fólksfjölgun í Færeyjum samhliða uppgangi í efnahagslífinu en aldrei náðist töfratalan, 50 þúsund. Árið 1992 skall síðan á kreppa í landinu og fyrir tíu árum einnig og hægði þá á fólksfjölguninni.

 

Nú er takmarkinu hins vegar náð en samkvæmt Henrik Old, ráðherra samgöngumála, innviða og vinnumála, spilar inn í að á seinasta árum hafa Færeyingar sem flutt hafa erlendis snúið heim í auknum mæli flutt heim til að starfa þar. Er það samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar frá árinu 2013 um fólksfjölgun og innflytjendamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×