Erlent

Sprengja fannst við húsleit í Pétursborg

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórtán manns létu lífið í árásinni á mánudag.
Fjórtán manns létu lífið í árásinni á mánudag. Vísir/AFP
Lögregla í Pétursborg í Rússlandi fann sprengju við húsleit í íbúð í morgun, þremur dögum eftir að fjórtán manns létu lífið í sjálfsvígssprengjuárás í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.

Í frétt BBC segir að þrír menn hafi verið handteknir og leiddir út í járnum.

Akbarzhon Jalilov, 22 ára Kirgisi, er grunaður um árásina á mánudaginn.

Húsleitin í morgun var gerð í Tovarichesky-hverfinu, austur af miðborg Pétursborgar klukkan 5 að staðartíma í morgun.

Lögregla kannar nú möguleg tengsl mannanna við hinn látna árásarmann.

Jalilov hafði haft íbúð á leigu í norðurhluta borgarinnar þar sem lögregla fann ýmis gögn og hluti sem talin er að geti hjálpað til við rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð

Að minnsta kosti ellefu fórust og á fimmta tug særðust þegar sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í gær. Yfirvöld í Rússlandi segja um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stöðva þurfti allar lestarsamgöngur í borginni

Sex ISIS-liðar handteknir í Rússlandi

Sex liðsmenn, grunaðir um að reyna að lokka Rússa til liðs við Íslamska ríkið, voru handteknir í Sankti Pétursborg í gær. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa hjálpað hryðjuverkamönnum. Rússneskir miðlar greindu frá þessu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×