Erlent

Danir deila um kvótakónga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danskir þingmenn vilja skipta kvótanum jafnar.
Danskir þingmenn vilja skipta kvótanum jafnar. vísir/stefán
Meirihluti danskra þingmanna vill uppgjör við kvótakónga. Óska þeir eftir samráði við Esben Lunde Larsen, umhverfis- og matvælaráðherra, í því skyni.

Deilan um kvóta og kvótakónga á rætur sínar að rekja til ásakana af hálfu Danska þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins gegn Esben Lunde Larsen. Flokkarnir saka ráðherrann um að hafa leynt tillögu um hvernig skipta mætti kvótunum jafnar.

Samkvæmt frétt í Kristilega Dagblaðinu í Danmörku hefur þurft að loka mörgum litlum höfnum á undanförnum árum þegar kvótar hafa safnast á hendur fjársterkra aðila. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×