Erlent

Stelpur settar aftast í strætó

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, fordæmir aðskilnað í skólabíl múslíma.
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, fordæmir aðskilnað í skólabíl múslíma. NORDICPHOTOS/AFP
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir það forkastanlegt að til skuli vera kynjaskiptir skólabílar í Stokkhólmi eins og sjónvarpsstöðin TV4 hefur afhjúpað.

Starfsmenn sjálfstæðs skóla múslíma í hverfinu Vällingby láta stelpur í leikskóla og neðsta stigi grunnskóla setjast aftast í skólabílinn á hverjum degi. Strákunum er vísað til sætis fremst í vagninum.

Devin Rexvid, sérfræðingur í félagsvísindum við Umeå-háskólann, ber þetta saman við aðskilnað hvítra og svartra í strætisvögnum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Rexvid segir skólabíl múslíma aðskilnaðarstrætó. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×