Erlent

Reiðir yfir nektarmynd Playboy fyrirsætu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jaylene Cook á tindi Taranaki.
Jaylene Cook á tindi Taranaki. Instagram
Playboy fyrirsætan Jaylene Cook hefur reitt Maóría Nýja-Sjálands til reiði. Það gerði hún með þvi að klífa eldfjallið Taranaki og taka nektarmynd á tindi þess. Fjallið er heilagur staður í augum Maóría og eru þeir mjög ósáttir við framferðið.

„Þetta er eins og einhver færi inn í Péturskirkju í Vatíkaninu og tæki þar nektarmynd,“ segir Dennis Ngawhare, talsmaður ættbálksins sem býr í grennd við fjallið, við BBC. „Þetta er heilagur staður og svona lagað er einfaldlega mjög óviðeigandi.“

Ngawhare segir að fólk geti spurt hvernig hægt sé að móðga grjót og jarðveg, en fjallið er talið vera grafreitur forföðurs ættbálksins og er í raun álitið vera forfaðir ættbálksins. Samkvæmt hefðum ættbálksins þykir jafnvel óviðeigandi að kífa á tind fjallsins.

„Við biðjum fólk um að sýna virðingu. Þetta er nýjasta pirrandi dæmið um einhvern sem greinilega vissi ekki hvernig hann ætti að haga sér hér.“

Ekki í fyrsta sinn

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nektarmynd á tindi fjalls veldur usla. Árið 2015 tóku ferðamenn frá vesturlöndum slíka mynd á fjallinu Kinabalu í Malasíu. Það vakti gífurlega reiði og var fólkinu jafnvel kennt um að öflugan jarðskjálta sem skall á skömmu seinna.

Sjá einnig: Ferðamennirnir í Malasíu dæmdir í fangelsi

Þau voru dæmd til nokkurra daga fangelsisvistar og til þess að greiða sekt. Fyrr fengu þau ekki að yfirgefa landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×