Erlent

Myrti einn og særði tvo með stórum hnífi

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásin var framin nærri þeirri bygginu háskólans þar sem byssumaður framdi fjöldamorð árið 1966.
Árásin var framin nærri þeirri bygginu háskólans þar sem byssumaður framdi fjöldamorð árið 1966. Vísir/Getty
Nemandi í Háskóla Texas myrti einn nemanda og særði tvo með stórum hníf eða sveðju á lóð skólans. Hann réðst svo á þriðju manneskjuna og slasaði hana án þess að beita hnífnum áður en hann var handtekinn. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir.

Yfirmaður lögreglunnar í skólanum segir árásarmanninn hafa gengið rólega í kringum líkamsræktarstöð skólans og stungið fólk, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Árásarmaðurinn er 21 árs gamall og heitir Kendrex JWhite, samkvæmt USA Today. Rektor skólans segir að árásin verði rannsökuð til hlítar og vottaði hann fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra samúð sína í yfirlýsingu á Twitter í dag. Öll fórnarlömb árásarinnar voru nemendur skólans og karlkyns.

Það tók lögregluþjón einungis tvær mínútur að komast á vettvang árásanna. White gafst upp án mótþróa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×