Innlent

Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar skipaður formaður Tryggingastofnunar

Kjartan Kjartansson skrifar
Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, (t.v.) með Árna Páli Árnasyni, nýjum formanni Tryggingastofnunar ríkisins.
Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, (t.v.) með Árna Páli Árnasyni, nýjum formanni Tryggingastofnunar ríkisins. ljósmynd/velferðarráðuneytið
Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað Árna Pál Árnason, fyrrverandi ráðherra, þingmann og formann Samfylkingarinnar, í embætti formanns Tryggingastofnunar ríkisins. Tilkynnt var um skipan Árna Páls á vefsíðu ráðuneytisins í dag. Hann missti þingsæti sitt í kosningunum í október í fyrra.

Ný stjórn stofnunarinnar var skipuð 19. maí. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði Árna Pál og varamann hans, Héðinn Svarfdal, verkefnastjóra hjá Landlækni. Þingflokkarnir á Alþingi skipuðu aðra stjórnarmenn.

Varaformaður stjórnarinnar er Ásta Möller, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Aðrir stjórnarmenn eru Guðlaug Kristjánsdóttir, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir og Sigrún Aspelund.

Varamenn eru Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Bergþór Heimir Þórðarson og Halldóra Magný Baldursdóttir auk Héðins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×