Lífið

MH-ingar grínast með gauramenninguna í Verzló

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sjáið þessa gaura.
Sjáið þessa gaura. Skjáskot
Lengi hefur verið grínast með að þau fjölmörgu myndbönd sem nemendur Verzlunarskólans hafa sent frá sér á síðustu árum megi draga saman í D-in þrjú:

Drengir, djammið og dálítill skortur á stelpum.

Þetta virðist myndbandnefnd Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð vera með á kristaltæru ef marka má tónlistarmyndband sem hún sendi frá sér í dag.

Lagið heitir Komdu bróðir! og var samið í tilefni Verzlóballs NFMH sem fram fer á miðvikudag.

Myndbandið má sjá hér að neðan en ekki fer á milli mála að það er létt ádeila á „gauramenninguna“ sem hefur verið viðloðandi Verzlunarskólann undanfarin ár og áratugi.

Í myndbandinu má sjá allt það sem búast má við í myndbandi frá VÍ; uppstrílaðir strákar á leiðinni út á lífið, syngjandi um skrall og uppáferðir. Svo er tilfinnanlegur skortur á „fellingum og [..] kellingum“ - allt eins og það á að vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×