Innlent

Vinna gegn spillingu þykir ganga of hægt

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Skýrsla GRECO fjallar um ástandið 2016.
Skýrsla GRECO fjallar um ástandið 2016. Vísir/Eyþór
Ísland hefur ekki orðið að fullu við tilmælum GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðs, um aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu þingmanna. Í nýrri skýrslu kemur fram að orðið hafi verið við helmingi tilmæla að hluta til en ekki hinum helmingi tilmælanna.

Ísland hefur að hluta til orðið við öllum tilmælum til að koma í veg fyrir spillingu dómara. Varðandi ákærendur hefur Ísland orðið við helmingi tilmælanna á fullnægjandi hátt og helmingi að hluta til.

Tilmæli um gegnsæi við fjármögnun stjórnmálaflokka hafa verið uppfyllt á fullnægjandi hátt hér á landi, að mati GRECO. Í skýrslunni er ástandið 2016 metið í 49 löndum. Mat GRECO er að vinnan gegn spillingu gangi alltof hægt í Evrópu. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×