Enski boltinn

Shakespeare fékk stjórastarfið hjá Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shakespeare skrifaði undir þriggja ára samning við Leicester.
Shakespeare skrifaði undir þriggja ára samning við Leicester. vísir/getty
Craig Shakespeare hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Leicester City til frambúðar. Shakespeare skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Shakespeare tók tímabundið við Leicester í febrúar eftir að Claudio Ranieri var sagt upp störfum.

Shakespeare náði fínum árangri á síðasta tímabili. Þegar hann tók við var Leicester stigi fyrir ofan fallsvæðið en fór svo á mikið flug og bjargaði sér örugglega frá falli. Leicester endaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Þá komst Leicester í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið tapaði naumlega fyrir Atlético Madrid.

Hinn 53 ára gamli Shakespeare var áður aðstoðarmaður Nigel Pearson, bæði hjá Leicester og Hull City. Þá starfaði hann um tíma hjá West Brom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×