Innlent

Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur í Oddskarðsgöngum

Birgir Olgeirsson skrifar
Slysið átti sér stað norðan megin í göngunum.
Slysið átti sér stað norðan megin í göngunum. Vísir/Pjetur
Harður árekstur varð norðan megin í Oddskarðsgöngum, sem liggja á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar, á níunda tímanum í kvöld.

Um var að ræða árekstur tveggja bíla, annar á leið suður en hinn á leið norður. Aðeins voru ökumenn í bílunum tveimur en þeir gátu gengið með smá hjálp í sjúkrabíla sem fluttu þá á sjúkrahús en ekki er vitað frekar um líðan þeirra að svo stöddu, að sögn Jónasar Vilhelmssonar yfirlögregluþjóns á Austurlandi.

Göngin eru lokuð eins og er á meðan slökkviliðsmenn hreinsa olíu sem lak úr bílunum eftir áreksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×