Innlent

Fréttir Stöðvar 2 - Íslendingasamfélagið á Kanarí

Harry og Klara. Harry talar mjög góða íslensku en hefur aldrei komið til Íslands
Harry og Klara. Harry talar mjög góða íslensku en hefur aldrei komið til Íslands VÍSIR/Magnea Björk Valdimarsdóttir
Kanarí er fyrir mörgum annað heimili, enda eru margir sem heimsækja eyjuna árlega og hafa gert áratugum saman.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við þær Magneu Björk Valdimarsdóttur og Mörtu Sigríði Pétursdóttur um þennan sérkennilega anga íslenskrar menningarsögu en þær vinna nú að gerð heimildarmyndinar um málið.

Myndin heitir einfaldlega Kanarí en þungamiðja hennar er sjálf Klara á Klörubar. Markmiðið er að áhorfendur fái að kynnast þessari einstöku konu en Klara hefur búið á eyjunni í þrjátíu ár og hefur verið sólþyrstum Íslendingum innan handar árum saman.

Fréttir Stöðvar hefjast klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×