Erlent

Til í að heimsækja Norður-Kóreu

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. Nordicphotos/AFP
Moon Jae-in, nýr forseti Suður-Kóreu, hét því í gær í innsetningarávarpi sínu að bæta samskiptin við Norður-Kóreu. Þá sagðist hann jafnframt viljugur til þess að fara í opinbera heimsókn til nágrannans í norðri undir réttum kringumstæðum.

„Ég mun gera allt sem ég get til að koma á friði á Kóreuskaga. Ef þess þarf mun ég fljúga til Washington tafarlaust. Ég myndi einnig fara til Peking og Tókýó og jafnvel Pjong­jang undir réttum kringumstæðum,“ sagði Moon.

Áður en Moon tók við embætti var hann harður gagnrýnandi stjórnvalda. Einkum þeirrar stefnu ríkisstjórnar fyrrverandi forseta, Park Geun-hye, að slíta öllum samskiptum við Norður-Kóreu. Þá var Moon einnig handtekinn á unglingsaldri fyrir að mótmæla þáverandi forseta og föður Park Geun-hye, Park Chung-hee. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×