Erlent

Námskeið fyrir ungmenni með þunglyndi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sveitarfélög í Danmörku bjóða ungmennum námskeið í að takast á við kvíða og þunglyndi.
Sveitarfélög í Danmörku bjóða ungmennum námskeið í að takast á við kvíða og þunglyndi. NORDICPHOTOS/GETTY
Sex sveitarfélög í Danmörku hafa undanfarna mánuði efnt til námskeiða fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára þar sem kennt er að takast á við kvíða og þunglyndi. Áður hafði verið boðið upp á slík námskeið fyrir fullorðna í 51 sveitarfélagi með góðum árangri.

Svo virðist sem árangurinn af námskeiðunum fyrir unga fólkið sé einnig góður en á þeim er einnig leitast við að aðstoða ungmennin við að komast í nám eða halda áfram námi sem þau eru byrjuð í.

Alls hafa 38 sveitarfélög sýnt áhuga á að halda slík námskeið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×