Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Maður sem glímir við krabbamein íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis eftir að hafa fengið synjun frá ríkisskattstjóra um skattaafslátt vegna læknis og lyfjakostnaðar á síðasta ári þar sem upphæðin, rúmar 600 þúsund krónur, var ekki talin vera nógu há til að skerða gjaldþol fjölskyldunnar. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Við verðum líka í beinni útsendingu frá Suðurlandi þar sem umferð er þung þessa stundina, enda þúsundir á heimleið eftir verslunarmannahelgina.

Þá skellum við okkur á fiskveiðar á Breiðafjarðareyjum og hittum ungan bónda sem heldur úti Instagram-síðu með myndum af íslensku sveitalífi sem næstum þrjátíu þúsund manns fylgjast með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×