Fótbolti

Mark Clattenburg á sjónvarpskjám Norðmanna

Elías Orri Njarðarson skrifar
Clattenburg að störfum.
Clattenburg að störfum. visir/Getty
Mark Clattenburg er nýr sérfræðingur norsku sjónvarpstöðvarinnar TV2 um ensku úrvalsdeildina.

Clattenburg sem var dómari í deildinni í 13 ár, áður en hann tók þá skemmtilegu ákvörðun að vera yfirmaður dómaramála í Saudi Arabíu en hann mun sinna þessu hlutverki með því starfi.

Honum til halds og trausts verður fyrrverandi landsliðsmaður Noregs í fótbolta, Brede Hangeland, sem lék á Englandi við góðan orðstír í  átta ár.

Mark Clattenburg hefur dæmt yfir 300 leiki í ensku úrvalsdeildinni og er einn af virtustu dómurum Englands en hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2016.

Hangeland lék yfir 200 leiki fyrir Fulham á Englandi áður en hann lauk ferli sínum hjá Crystal Palace í fyrra. Hann lék 91 landsleik fyrir Noreg og skoraði 4 mörk.

Búast má við að sjá þá tvo félaga á sjónvarpsskjánum eftir fyrstu umferðina í ensku úrvalsdeildinni sem byrjar á föstudag.









 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×