Fótbolti

Ronaldo snýr aftur á móti United

Elías Orri Njarðarson skrifar
Ronaldo snýr aftur til baka á móti sínum gömlu félögum
Ronaldo snýr aftur til baka á móti sínum gömlu félögum visir/getty
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid á Spáni og portúgalska landsliðsins, hefur verið valinn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn um UEFA Ofurbikarinn gegn Manchester United sem fer fram í Skopje í Makedóníu á þriðjudag.

Portúgalinn snjalli hefur ekki verið með Real Madrid á undirbúningstímabilinu en hann hafði fengið lengra sumarfrí vegna álags, en hann var í sigurliði Portúgala í Álfubikarnum nú í sumar.

Gaman verður að sjá Ronaldo snúa aftur eftir fríið, í leik á móti sínu gamla liði en Cristiano Ronaldo lék með Manchester United frá árinu 2003 til ársins 2009.

Talið var að Ronaldo myndi ekki leika með Real Madrid í leiknum en hann sneri til æfinga aðeins í síðustu viku.

Ronaldo sem er orðinn 32 ára gamall, hefur verið einn besti leikmaður heims síðustu ár. Hann hefur leikið 265 leiki fyrir Real Madrid og skorað í þeim 285 mörk.

Spurningar hafa vaknað um framtíð Portúgalans, en hann er sagður vilja snúa aftur til Englands eftir að hafa lent í veseni við skattayfirvöld á Spáni.




Tengdar fréttir

Ronaldo ekki á förum frá Madrid

Besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, sagðist vilja yfirgefa Spán eftir að hann var sakaður um skattalagabrot. Honum hefur nú snúist hugur og ætlar hann ekki að sækjast eftir sölu frá Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×